Almennt um upptökur

Því betri sem undirbúningurinn er, því minni tími fer í upptöku og eftirvinnu. Stundum þarf ekki að vinna neina eftirvinnu þar sem upptakan heppnast nákvæmlega eins og hún á að vera.

Það er ákveðin atriði sem þarf að hafa í huga þegar gera á gott kennslumyndband sérstaklega ef ætlunin er að nota myndbandið aftur og aftur. Uppbyggingin og hvað á að vera í myndbandinu? Hvað á það að vera langt? Á ég að setja allt í eitt myndband eða skipta niður í fleiri þætti?

Ein leið til að undirbúa sig er að gera Storyboard, eða söguborð. Þá eru tökurnar listaðar upp og skrifað handrit hvað á að segja í hverri klippu. Ef farið er af stað án þessa undirbúnings má reikna með að þurfa að taka upp nokkrum sinnum og klippa mikið eftir á.

Gott er að hafa ákveðin atriði í huga ef gera á kennslumyndband sem nota á aftur og aftur. Uppbygging, innihald, lengd, tímaleysi. Þetta skiptir allt máli. Einnig skiptir máli að horfa beint í myndavél, ekki vera með hana til hliðar og ekki tala saman eins og um viðtal sé að ræða. Í kennslu er það alltaf maður á mann.

Storyboard

Klassíska aðferðin við að búa til Storyboard er að teikna þau upp. Hinsvegar getur verið jafn gagnlegt að gera það línulegt frekar en myndrænt. Aðal málið er að hugsa fyrirfram hvað eigi að koma fram og hvernig á að kynna það.

Myndband í vinnslu

Kennslumynd-bönd

Það er hægt að gera kennslumynd bæði flókin og einföld. Aðalmálið er að hugmyndirnar sem kenna á séu skýrar og nái auðveldlega til nemenda. Stutt myndband er t.d. yfirleitt mun markvissara en langt.

Myndband í vinnslu

Að vera í mynd

Viss klæðnaður og litir koma betur út en aðrir. Mismæli skipta ekki miklu máli ef þau eru ekki gegnumgangandi í gegnum allt myndbandið. Kannanir erlendis frá sýna að nemendur vilja að kennarar á kennslumyndböndum virki mannlegir en ekki eins og robotar.

Myndband í vinnslu


Upptökur fyrir alla.