Að kenna í fjarkennslu í fyrsta skipti

Átta ráð til þeirra sem eru að fara að kenna í fjarkennslu í fyrsta skipti

Sú staða er komin upp hjá okkur að það skiptir engu máli hvort við erum tæknitröll sem erum til í allt eða höfum reynt að forðast allt slíkt. Nemendurnir eru heima og okkar starf er að sjá um að þeir haldi áfram að læra eins og hægt er. Hér eru nokkur atriði sem er ágætt að hafa í huga:

Skoðaðu möguleika forritsins sem þú ætlar að nota með góðum fyrirvara

Prufaðu að setja inn efni, ef þú ætlar að nota Skype, Zoom, BigBlueButton eða annan fjarfundabúnað. Finndu út hvernig þú slekkur og kveikir á myndavél og hljóðnemum, hvernig þú svissar á milli glæra og setur mute á nemendur. Þetta hljómar sem algjört húmbúkk en þegar þú ert „kominn í loftið“ þá er of seint að finna út úr þessum atriðum.

Æfðu þig

Með öðrum kennurum eða starfsmönnum skólans (eða vinum). Ef eitthvað fer úrskeiðins er betra að það gerist í „æfingatíma“ heldur en þegar nemendur eru mættir. Þú verður líka sjálfsöruggari þegar þú ferð að kenna „raunverulegum“ nemendum.

Haltu nemendum uppteknum

Það er mjög líklegt að á meðan tímanum stendur, að nemendur sitji í náttfötum á sófanum eða eru að spjalla á samfélagsmiðlum við vinina um leið. Spurðu spurninga, settu inn kannanir og haltu þínum „kennarinn talar tími“ í algjöru lágmarki. Þú getur beðið þau annað slagið að gera like eða emoji (ef forritið býður upp á það) bara til að þau séu öll að taka þátt. Þetta hljómar kannski krefjandi en það er glatað að vera með fyrirlestur fyrir fjarhóp sem er að gera eitthvað allt annað!

Fylgstu með „chat boxinu“

Nemendur geta notað það nákvæmlega eins og þau gera á samfélagsmiðlunum af því þau eru vön því og þekkja það vel. Settu upp eitthvað verkefni og á meðan nemendur eru að sinna því getur þú rennt yfir „chat boxið“.

Passaðu að efnið sé samhæft

Passaðu vel að forritin sem þú ert að nota séu vel samhæfð með miðlinum sjálfum. T.d. getur komið upp að PowerPoint glærur komi það illa út að nemendur geta ekki lesið þær. Ef þú ætlar að sýna video vertu búinn að prófa það þannig að þú getir „uplódað“ því eða ef þú svissar yfir á vefsíðu að komi ekki upp neinar tæknitruflanir heldur spili vefsíðan án nokkurra truflana.

Finndu þér góðan stað til að kenna frá og ekki vera alveg eins og „límdur“ við myndavélina

Finndu þér þægilegan stól sem þú getur hreyft þig vel í og gert þínar eðlilegu handahreyfingar. Það er líka sniðugt að reyna að velja stað ef þú ert heima þannig að það séu sem fæstar truflanir eins og t.d. frá gæludýrum eða fjölskyldunni að skröltast eitthvað í bakgrunninum. Kettir t.d. virðast elska að ganga yfir lyklaborð og það gæti verið dálítið truflandi meðan þú ert að ná tökum á tækninni.

Fyrsti tími ekki of langur

Mín ráðlegging er að hafa fyrsta tímann ekki of langan, ekki endilega fullan tíma. Það er allt í lagi að hafa einn stuttan tíma, t.d. hálftíma og sjá hvernig gengur og lengja síðan næstu tíma út frá því.

PLAN B

Vertu alltaf tilbúin með plan B. Tæknin er æðisleg og getur hjálpað manni að gera frábæra hluti en um leið geta ótrúlegustu hlutir farið úrskeiðis. Vertu því tilbúin með „back-up plan“ eða önnur viðfangsefni ef eitthvað gengur ekki upp.

Vertu algjörlega rólegur og öruggur með þig. Þegar tímanum lýkur gæti meira segja farið svo að þú uppgötvir að þú hreinlega hafðir gaman að þessu 😉