Að fara yfir sömu spurninguna hjá öllum nemendum

Með því að smella á „Einkunnagjöf“ í prófum er hægt að sjá og fara yfir svör allra nemenda við sömu spurningunni þ.e.a.s. fara yfir eina spurningu í einu.

Þetta er gert með því að smella á hnappinn einkunnagjöf þegar verið er að fara yfir prófið. Þá er hægt að velja um að fara yfir eina spurningu í einu í staðinn fyrir að fara yfir eitt próf í einu (einn nemanda).

Með því að renna með músinni yfir spurninguna (númerið) er hægt að sjá hvaða spurning er hvað.